Takk fyrir að koma á vefsíðuna mína.

Ég, Rakel, byrjaði 17 ára gömul að starfa í tískuverslunum og hef alltaf haft óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur tísku og hönnun. Eftir að hafa starfað í nærri áratug í verslunum ákvað ég að opna mína eigin. Central tískuhús opnaði árið 2005 og var fyrst starfrækt á Hótel Selfossi.

Eftir að hafa verið á Selfossi í nokkur ár þá ákvað ég að færa búðina til Reykjavíkur.

Núna starfræki ég litla sæta vinnustofu á Funahöfða 11 og ég og starfsfólkið mitt tökum á móti fólki alla daga eftir samkomulagi auk þess að vera alltaf á staðnum alla þriðjudaga, frá 16:00 til 19:30.

Auk þess að flytja inn fatnað frá ýmsum löndum þá er ég einnig að hanna mína eigin fatalínu og láta framleiða fyrir mig. Merkið mitt heitir Royal B.

Undir merkjum Royal B hanna ég fatnað úr hágæða efnum, leðri, skinni, mohair og öðrum vönduðum efnum.  Royal B línan samanstendur af úlpum, vestum, treflum, vettlingum, húfum og öðru því sem mér þykir fallegt hverju sinni.

Einnig hef ég síðastliðin þrjú ár hannað, undir merkjum Royal B, vörur til styrktar Bleiku Slaufunni. Móttökurnar hafa verið frábærar og höfum við safnað samtal 4.300.128 krónum til styrktar  Krabbameinsfélagi Íslands.

Ég er mjög stolt af því hvað Central hefur ávallt gengið vel og því hversu margir fastakúnnar hafa heimsótt mig reglulega í gegnum árin. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að hjálpa konum og fólki að finna akkúrat það sem þeim líður vel í og klæðir þau vel.

Takk fyrir að standa með litla kaupmanninum á horninu, mér!

Er ógurlega þakklát og meir og vonandi eigum við eftir að hittast oft og reglulega næstu árin.

Ástarkveðjur, Rakel Ósk

 

Um okkur
0